26.1.2007 | 19:29
Herjólfur ? Nýtt skip TAKK !
nei veistu ég held að lausnin sé ekki að fá eitthvað skip sem er notað núna í eitthverjar innfjarðar siglingar !
þetta skipð tekur 795 farþega hvenar eru svo margir að ferðast á milli lands og eyja ?
það skeður bara á þjóðhátíð :(
ég hef verið að vafra um netið og skoða myndir og lýst hreynt og beint ekki neitt á þetta skip ..
Sjá myndir
Hér væri gaman að sitja í veltingi og brælu ! stólar á fleygiferð um allt :( eða hvað
Og hér enn einn salurinn sem þyrfti að laga eingar brúnir á borðum svo súpan fljúgi ekki á gólfið og stólar sem gamann væri að veltast umm í , í 12 vindstigum beint á móti ;)
OG aftur enn einn salurinn hvernig haldiði að sé að labba umm á þessu flotta parketi þegar allir byrja að æla jújú ÆÐISLegt
og aftur og enn eingir stólar fastir
Enn einn galli sem er við þetta skið er að Ganghraði 19 mílur er nánast sá sami og er á núverandi skipi okkar Eyjamanna..
Það vantar jú nýtt skip ! enn hvernig væri að hætta skoða notuð skip og smíða eitt stk nýtt sem hentar okkur eyjamönnum og ekki spara eins og var gert með smíði okkar ástkæra núverandi Herjólfs
Síðast þegar ég heyrði eitthvern ræða þessi mál þá var það hæst á dagskrá að fá hraðskreiðara skip hvert fór sú hugmynd ? undir stól ?
Fjöldi koja 36 þetta er bara alls ekki nóg ..
ég vill ferju sem gengur að lámarki 25 sjómílur..
ég vill ferju með fleyri kojum ...
Ekki fá notað skip sem aðrir eru búinn að gefast upp á ...
Mæli með að menn segji skoðun sína...
þetta er mín skoðun , kannski brengluð og vanhugsuð enn svona hugsa ég ;) :=)
Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill leigja gríska ferju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Már Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hmm, ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón, ef að ég vil búa á einhverjum afskektum stað á meginlandinu þá þarf ég að borga sjálfur fyrir tengingu við þjóðveginn. Er ekki kominn tími á að Vestmannaeyjingar geri slíkt hið sama! Ef að fólk velur að búa einhvers staðar þar sem samgöngur eru erfiðar þá er það bara þeirra val. Enginn ástæða til að væla um að restin af þjóðinni borgi brúsann. Það er alveg sjálfsagt að ríkið kosti eins og eina ferð í viku á milli, allt umfram það er bara bruðl með almannafé.
Einarer (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 19:49
Erum við ekki að BORGA ??
við borgum 2000 kr per persónu fyrir hverja einustu ferð !!! fyrir utan það að 2000 kr per bíl líka
erum við ekki að borga okkar skatta líka ?
við borgum þjóðveg 1 líka !
hlynurm (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 20:35
Stórkostlegt.
Hver heldur þú að hafi greitt fyrir lagningu Keflavíkurvegarins? Haldi honum við? Byggi brýr? Heldur þú bara að "púff" þetti komi af sjálfsdáðum? Nei, þetta er greitt úr sameiginlegum sjóði landsmanna, skattpeningum.
Herjólfur er sömu náttúru. Hann telst til þjóðvegar landsins, þannig að Vestmannaeyingar geti ekið bílum sínum um þjóðvegina, og aðrir landsmenn geti ekið um þjóðveg Vestmannaeyinga.
Hugmyndin að baki því að leigja mjög stórt skip til skemmri tíma er reyndar mjög sniðug. Með þessu móti geta menn gert sér betur grein fyrir þörfinni, því eins og Herjólfur er rekinn í dag er það einfaldlega ekki hægt. Hann er fullnýttur stórann hluta ársins, og því nauðsynlegt að hægt verði að meta þörfina.
Frábært framtak, og í framhaldi af þessari tilraun er hægt að byggja nýjann Herjólf sem stenst þær kröfur sem gera þarf, ef göngin verða þá ekki komin áður.
Fellini (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 22:19
Vegalögn og Herjólfur er bara ekki sami hluturinn. Ef að ég myndi ákveða það á búa í Viðey þá get ég bara hreinlega ekki séð að ég geti krafið ríkið um að útvega mér ferðir til og frá eyjunni. Ekkert frekar en ég get farið fram á að ríkið borgi fyrir flugfar til útlanda að því að ég get ekki notað bílinn minn til að fara á milli. Og eru ekki vegir í vestmannaeyjum lengur? Eru þeir ekki borgaðir af sameigilegum sjóð? Þó svo að vestmannaeyjar hafi skilað stórtekjum í sjóði landsmanna fyrir 20 árum þá réttlættir það ekki endalaust magn af peningum í nýjar ferjur. Bæjarstjórnin ætti frekar að koma með þá tilögu að nota tækifærið núna þegar það stendur heilt bæjarfélag autt á suðurnesjunum og breyta vestmannaeyjum í frístundabyggð.
Einarer (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.